Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og aðgerðarsinni, hefur nú fengið hlutverk í kvikmynd.
Þessu greinir hann frá á Twitter reikningi sínum en Haraldur segir að um mynd úr smiðju Warner Bros sé að ræða.
A few months ago I posted on here that I wanted to act in a movie.
— Halli (@iamharaldur) April 14, 2023
Next week I'll start shooting a Warner Bros movie.
Life is strange.
Haraldur mun hefja leik sinn í næstu viku en þá mætir hann í tökur. Hann segir lífið furðulegt en fyrir nokkrum mánuðum síðan hafi hann birt ósk sína um að fá að leika í kvikmynd á Twitter.
Haraldur og Twitter eru nöfn sem hafa fylgt hvort öðru lengi en nú nýverið vöktu deilur hans við eiganda miðilsins, Elon Musk, mikla athygli um heim allan.