Leikur í kvikmynd úr smiðju Warner Bros

Haraldur Þorleifsson er stofnandi Ueno og hefur unnið að verkefninu, …
Haraldur Þorleifsson er stofnandi Ueno og hefur unnið að verkefninu, ,,Römpum upp Ísland." mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og aðgerðarsinni, hefur nú fengið hlutverk í kvikmynd.

Þessu greinir hann frá á Twitter reikningi sínum en Haraldur segir að um mynd úr smiðju Warner Bros sé að ræða.

Haraldur mun hefja leik sinn í næstu viku en þá mætir hann í tökur. Hann segir lífið furðulegt en fyrir nokkrum mánuðum síðan hafi hann birt ósk sína um að fá að leika í kvikmynd á Twitter.

Haraldur og Twitter eru nöfn sem hafa fylgt hvort öðru lengi en nú nýverið vöktu deilur hans við eiganda miðilsins, Elon Musk, mikla athygli um heim allan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar