Meghan hertogynja af Sussex og Sarah Ferguson hertogynja af York verða ekki viðstaddar krýningu Karls III kóngs.
Harry prins mun mæta í krýningu föður síns en Meghan verður eftir í Kaliforníu að fagna afmæli Archie prins sem verður fjögurra ára þann dag.
Sarah Ferguson fékk hins vegar ekki boð í krýninguna þrátt fyrir að hafa þekkt Karl áratugum saman. Ferguson var gift Andrési prins og á með honum tvær dætur. Þau búa enn saman.
Þetta kemur að einhverju leyti á óvart sérstaklega í ljósi þess að Ferguson er enn mjög stór hluti af fjölskyldunni. Hún var t.d. viðstödd jarðaför drottningarinnar auk þess sem hún varði jólunum með fjölskyldunni í Sandringham.
Konunglegir álitsgjafar telja Meghan vera að nota afmæli barns síns sem afsökun fyrir að þurfa ekki að mæta í krýninguna. Ljóst er að það andar enn köldu á milli hennar og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar.
Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig móttökur Harry prins fær þegar hann mætir í krýninguna en almenningur hefur skiptar skoðanir um hann. „Hann á í raun aðeins einn bandamann þarna en það er hún Eugenie prinsessa. Þau eru sögð afar náin.“
„Harry fékk ekki blíðar móttökur þegar hann mætti í jarðaför drottningarinnar og sama verður líklegast uppi á teningnum núna,“ segir Angela Levin konunglegur sérfræðingur. „Hann fór hörðum orðum um móttökurnar sem hann fékk. En málið er að jarðaförin snerist um drottninguna, ekki hann. Og krýningin mun snúast um kónginn, ekki hann.“