Poppprinsessa landaði rándýrum samningi

Endurminningar poppstjörnunnar eru væntanlegar í haust og er búist við …
Endurminningar poppstjörnunnar eru væntanlegar í haust og er búist við metsölubók. Samsett mynd

Endurminningar poppdrottningarinnar Britney Spears eru væntanlegar í haust og hafa innanbúðarmenn í bandarískri bókaútgáfu lýst handritinu sem „hvetjandi og byltingarkenndu.“

„Bók Spears er sannkölluð sigursaga sem mun fjalla um allar hennar viðkvæmustu stundir. Söngkonan mun segja frá bernsku sinni – hvernig það var að vera lítil stúlka með stóra drauma, sambandsslit sín við söngvarann Justin Timberlake, atvikið sem sjokkeraði heiminn, þegar hún krúnurakaði sig og hennar stöðugu baráttu fyrir frelsi,“ sagði einn heimildarmaður. 

Spears ræðir opinskátt um sambandsslit sín við Justin Timberlake í …
Spears ræðir opinskátt um sambandsslit sín við Justin Timberlake í bókinni. ROSE PROUSER

Spears með draugahöfund

Það hefur verið upplýst að Spears hafi unnið að gerð endurminninga sinna ásamt draugahöfundinum Sam Lansky, virtum skáldsagnahöfundi og blaðamanni, sem lýsir sér sem best geymda leyndarmáli Hollywood á Instagram.

Bókin verður gefin út af bókaútgáfunni Simon & Schuster og er allt á lokastigum fyrir útgáfu. „Bók Spears verður heiðarleg, frá hjartanu og skilur engan eftir ósnortinn. Þetta er sannkölluð valdefling,“ segja talsmenn útgáfunnar.  

Draugahöfundur bókarinnar, Sam Lansky.
Draugahöfundur bókarinnar, Sam Lansky. Skjáskot/Instagram

Rándýrar endurminningar

Page Six sögðu fyrst frá því þegar Spears landaði útgáfusamningnum sem hljóðar upp á tvo milljarða íslenskra króna og er þetta næsthæsta fjárhæð sem hefur umsamist við gerð endurminninga á eftir endurminningum Barack og Michelle Obama. 

Spears skrifaði færslu á Instagram varðandi bókina sem hún eyddi þó fljótlega, en í henni talaði hún hvað skrifferlið hefði hjálpað sér mikið í leit sinni að andlegu jafnvægi. „Ég á ekki fjölskyldu sem virðist kunna að meta mig né virðir mig. Ég er að vinna í að verða sterkari og hef skrifað þrjár mismunandi útgáfur af bókinni og fengið mikla meðferð í leiðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup