Hollywood-leikkonan Reese Witherspoon lét sig ekki vanta á rauða dregilinn í vikunni þrátt fyrir að standa í erfiðum skilnaði. Witherspoon og umboðsmaðurinn Jim Tooth greindu frá því í lok mars að þau hefðu ákveðið að fara hvort í sína áttina.
Legally Blonde-stjarnan brosti og veifaði á frumsýningu þáttanna The Last Thing He Told Me sem sýndir eru á streymisveitu Apple. Þetta er fyrsta frumsýningin sem Witherspoon lætur sjá sig á síðan greint var frá skilnaðinum.
Skilnaðurinn var vonbrigði en greint var frá því að Witherspoon ætlaði sér ekki að skilja aftur. Hún hafði einu sinni áður gengið í gegnum skilnað. „Þetta hefur verið erfitt fyrir þau bæði. Það var ekkert drama. Þessar ákvarðanir eru svo erfiðar þegar það er svona mikil vinátta og ást,“ sagði aðili sem þekkir til,“ sagði aðili sem þekkir til hjónanna eftir tíðindin.