Sást í fyrsta sinn í 18 mánuði

Leikarinn sem hefur ekki sést í um 18 mánuði sást …
Leikarinn sem hefur ekki sést í um 18 mánuði sást loksins á svölum eignar sinnar. Samsett mynd

Það hefur lítið sést til Óskarsverðlaunahafans Jack Nicholson undanfarna mánuði og hafa ýmsar sögur verið á reiki um hrakandi heilsufar leikarans. Nicholson, sem sást síðast fyrir um 18 mánuðum síðan, sást á dögunum á svölum eignar sinnar sem er staðsett í Beverly Hills. 

Leikarinn klæddist skærappelsínugulum stuttermabol, svörtum íþróttabuxum og inniskóm og sat í þægindastól, hugsi og naut veðurblíðunnar. Hann sást einnig ganga fram og til baka um svalirnar og virða fyrir sér umhverfið. 

Nicholson, sem er 85 ára gamall lét sig hverfa frá sviðsljósinu fyrir tæplega tveimur árum síðan en hann lék sitt síðasta kvikmyndahlutverk árið 2010 í How Do You Know, á móti Owen Wilson og Paul Rudd. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup