Eiður Smári hitti gamlan félaga

Eiður og Jimmy Floyd Hasselbaink á Stamford Bridge í gær.
Eiður og Jimmy Floyd Hasselbaink á Stamford Bridge í gær.

Fagnaðarfundir voru í betri stúkunni á Stamford Bridge í London í gær þegar fyrrum liðsfélagarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink hittust.

Fylgdust þeir með liði Chelsea etja kappi við Brighton en leikurinn endaði þó ekki gleðilega fyrir þessa fyrrverandi leikmenn Chelsea, 2:1 fyrir Brighton.

Eiður birti mynd af sér og Hasselbaink úr stúkunni. „Ég bara elska þennan mann. Jafnvel á slæmum degi sem þessum þá fær bros hans mig til þess að trúa að allt verði í lagi,“ skrifaði Eiður við myndina. 

Félagarnir léku saman með Chelsea á árunum 2000 til 2004 þegar Hasselbaink fór til Middlesbrough. Eiður fór svo til Barcelona árið 2006. Þeir léku saman í framlínu liðsins og náðu sérstaklega vel saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir til dæmis 52 mörk fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni, Eiður 23 og Hasselbaink 29.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup