Daði Freyr á úrslitakvöldi Eurovision

Daði á æfingu fyrir Eurovision 2021.
Daði á æfingu fyrir Eurovision 2021. EBU / THOMAS HANSES

Daði Freyr fær loksins að stíga á svið á úrslitakvöldi Eurovision. Verður hann hluti af skemmtiatriði á úrslitakvöldi Eurovision þar sem tónlistarsaga Liverpool verður heiðruð.

Það eru eflaust fáir sem hafa gleymt því að Daði og Gagnamagnið þurftu að sitja eftir uppi á hótelherbergi árið 2021 vegna kórónuveirusmits í hópnum. Það verður því frábært að sjá Daða loksins stíga á svið á úrslitakvöldi Eurovision.

Daði verður ekki einn á sviðinu en fimm aðrir listamenn úr sögu Eurovision taka þátt í atriðinu. Tveir sigurvegarar verða í hópnum, hin ísraelska Netta sem sigraði 2018 og hinn hollenski Duncan Laurence sem sigraði árið 2019. Einnig stíga á svið hinn ítalski Mahmood, sem tók þátt 2019 og 2022, og sænska söngkonan Corneliu Jakobs, sem flutti framlag Svía árið 2022. Sérstakur heiðursgestur verður hin breska Sonia, sem flutti framlag Breta árið 1993, en hún fagnar því að þrjátíu ár eru frá þátttöku hennar í keppninni.

Síðasta skemmtiatriðið

Skemmtiatriðið ber heitið The Liverpool Songbook og verður síðasta skemmtiatriðið sem boðið verður upp á áður en úrslit keppninnar verða tilkynnt.

Einnig hefur verið tilkynnt um önnur skemmtiatriði sem áhorfendur fá að njóta á meðan á keppninni stendur. Opnunaratriðið verður í höndum úkraínsku sigurvegaranna frá því í fyrra, Kalush Orchestra, sem flytja meðal annars sigurlag sitt Stefania. 

Á meðan keppendur kvöldsins ganga inn á sviðið munu áhorfendur fá að njóta breskra slagara í flutningi úkraínska listafólksins Go_A, Jamala, Tinu Karol og Verku Serduchka, sem hafa öll tekið þátt í keppninni fyrir hönd Úkraínu.

Að sjálfsögðu mun svo Sam Ryder gleðja mannskapinn með lagi sínu Space Man, sem lenti í öðru sæti í keppninni í fyrra. Ryder náði besta árangri Breta síðastliðna tvo áratugi og því ekki skrýtið að Bretar séu stoltir af sínum manni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup