Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Irina Shayk sáust saman á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu um helgina. Þau höfðu heldur hægt um sig en samkvæmt viðstöddum fór vel með þeim.
Óskarsverðlaunaleikarinn og Shayk mættu á Neon Carnival Levi og Tequila Don Julio seint á laugardegi og skemmtu sér saman ásamt vinkonu Shayk þar til snemma á sunnudagsmorgni.
Shayk var í sambandi með leikaranum Bradley Cooper í fjögur ár og eignaðist parið dótturina Leu, sem er sex ára gömul. Þau slitu samvistum árið 2019. DiCaprio hætti með kærustu sinni Camilu Morrone síðastliðið sumar eftir fjögurra ára samband.
Fulltrúar fyrir Shayk og DiCaprio hafa ekki svarað athugasemdum Page Six um hvort að þau séu nýjasta Hollywood–parið.