„Eiginlega ótrúlegt að hún sé að koma“

Höfundar sem fjalla um mál sem eru í brennidepli verða einkennandi á Bókmenntahátíð í Reykjavík í ár. Þetta segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem hefst á miðvikudag, 19. apríl. Þangað hafa ýmsar stjörnur úr bókmenntaheiminum boðað komu sína, m.a. höfundar sem skrifa um líf á átakasvæðum.

Stella nefnir sem dæmi Åsne Seierstad frá Noregi, sem fjallar í verkum sínum um Afganistan. 

„Það er eiginlega bara ótrúlegt að hún sé að koma hingað og segja frá ástandinu eins og það var í Afganistan þegar hún skrifaði Bóksalann í Kabúl. Hún kom út fyrir um 20 árum og varð gríðarlega vinsæl og sló í gegn víða um heim. Þá ríkti frekar mikil bjartsýni varðandi Afganistan.“

Seierstad hefur skrifað aðra bók, Afganirnir, sem er nýlega útkomin í Noregi. „Þar er hún að segja frá því hvernig ástandið er núna og það held ég að verði magnað á að hlýða. Hún ætlar að tala við Ingibjörgu Sólrúnu og þar erum við með tvær konur sem hafa rosalega mikla innsýn inn í stöðu mála í Afganistan.“ 

Dagskrá hátíðarinnar má finna hér.

Lýsir raunveruleika flóttamanna

Stella nefnir einnig Dinu Nayeri frá Íran skrifaði bókina Vanþakkláti flóttamaðurinn.

„Það er náttúrulega mjög gott fyrir okkur hér að heyra hvað er að gerast í Íran og þetta er eiginlega ómetanlegt tækifæri til þess að fá að heyra það. Í þessari bók er hún að lýsa raunveruleika flóttamanna. Hún er svolítið erfið þessi bók en lætur engan ósnortinn.“

Nayeri fór sjálf sem flóttamaður frá Íran til Englands með móður sinni og rekur sína eigin sögu en hún fléttar einnig inn sögum annarra flóttamanna.

Broslegt en í raun hræðilegt

Hin albanska Lea Ypi verður einnig gestur hátíðarinnar. Hún skrifaði verkið Frjáls sem einnig er útkomið á íslensku. „Hún er að lýsa æsku sinni í skugga járntjaldsins,“ segir Stella.

„Þetta er eiginlega eins og æviminningar og allt skrifað út frá því þegar hún er barn og unglingur svo þetta verður oft dálítið broslegt og fyndið en um leið getur maður alveg lesið á milli línanna hversu hræðilegt þetta hefur verið.“

„Það sem mér fannst eiginlega magnaðast þegar ég var að lesa þá bók, Frjáls, var hvað það er stutt síðan þetta var. Ég held að við séum svipað gamlar svo við höfum verið á sama aldri þegar þessi borgarastyrjöld gekk yfir.“

Stella Soffía er gestur hjá Ragnheiði Birgisdóttur í Dagmálum. Finna má viðtalið í heild hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen