Migos-rapparinn Offset afhjúpaði heljarinnar húðflúr sem hann fékk sér til heiðurs félaga sínum og frænda, Takeoff, sem var skotinn til bana í byrjun nóvember á síðasta ári.
Síðastliðinn laugardag deildi rapparinn tveimur myndum á Instagram sem sýna húðflúrið og er það andlitsmynd af Takeoff, ásamt öðrum myndskreytingum.
“Love you 4L & after,” skrifaði Offset við færsluna.
Takeoff, sem hét réttu nafni Kirsnick Khari Ball, var skotinn í höfuð og búk á skemmtikvöldi í keiluhöll í Houston í Texas hinn 1. nóvember 2022. Rapparinn var 28 ára gamall þegar hann lést.