Saman á Coachella ári eftir sambandsslitin

Shawn Mendes og Camila Cabello vöktu mikla athygli á Coachella-tónlistarhátíðinni …
Shawn Mendes og Camila Cabello vöktu mikla athygli á Coachella-tónlistarhátíðinni síðastliðna helgi. AFP

Fyrrverandi stjörnuparið Shawn Mendes og Camila Cabello sáust deila sjóðheitum kossi á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu um helgina. 

Á fyrsta kvöldi tónlistarhátíðarinnar Coachella náðist myndskeið af Mendes og Cabello kyssast og njóta tónleikanna saman að því er fram kemur á vef Page Six. Þá eru þau sögð hafa sést saman seinna um nóttina þar sem þau fengu sér að borða í góðra vina hópi.

Rúmt ár er liðið frá því Mendes og Cabello hættu saman, en þau tilkynntu sambandsslitin í sameiginlegri yfirlýsingu á Instagram í nóvember 2021.

Þau eiga langa sögu að baki og hafa verið vinir frá árinu 2014. Þá hafa þau gefið út nokkur lög saman, en neistinn kviknaði þó ekki fyrr en þau unnu saman að laginu Senorita sem kom út árið 2019 og naut mikilla vinsælda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup