Margir landsmenn supu hveljur þegar tilkynnt var um endalok áströlsku sápuóperunnar Neighbours, en síðasti þátturinn var tekinn upp árið 2022. Nú geta aðdáendur þó tekið gleði sína á ný, því tökur eru hafnar á þáttunum á ný.
Leikarahópurinn var skiljanlega himinlifandi á fyrsta tökudegi, enda sumir leikaranna verið hluti af þáttunum síðan þeir hófu göngu sína.
Þættirnir höfðu verið í loftinu í 37 ár áður en ástralska sjónvarpsstöðin Channel 5 ákvað að hætta framleiðslu, en þættirnir hafa verið aðgengilegir Íslendingum á Stöð 2.
Amazon tilkynnti svo í fyrra að þættirnir myndu snúa aftur á skjáinn, ásamt því að eldri þáttaraðir verði aðgengilegar á streymisveitu þeirra.
Áætlað er að fyrstu þættirnir fari í loftið í lok þessa árs.