Barna­menningar­há­tíð litar borgina næstu daga

Allskonar dagskrá var í Hörpu í dag í tilefni hátíðarinnar.
Allskonar dagskrá var í Hörpu í dag í tilefni hátíðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Barnamenningarhátíð var sett í morgun við hátíðlega athöfn í Hörpu. Sextán hundruð börnum í fjórða bekk í skólum borgarinnar var boðið á opnunarviðburð hátíðarinnar í borginni.

Hátíðin stendur í sex daga, fer fram víða um borg og eru viðburðir hátíðarinnar ókeypis. Meðal viðburða eru listsýningar, sirkussýning, bókaupplestur, ratleikir og sundlaugardiskó. Viðburðir hátíðarinnar eiga það allir sameiginlegt að vera unnir með börnum eða með börn í huga.

Fimir sýndu listir sínar.
Fimir sýndu listir sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setti hátíðina í morgun en í kjölfarið var gestum skemmt með trommuleik, sirkuslistir, leikþátt og tónlist sem var sérsamin í tilefni hátíðarinnar. Lag hátíðarinnar í ár heitir „Kæri heimur“ og er samið af Vigdísi Hafliðadóttur og Ragnhildi Veigarsdóttur úr hljómsveitinni „FLOTT“ og unnið í samvinnu við reykvísk börn í fjórða bekk. Myndband við lagið má sjá hér að ofan.

Frekari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má sjá með því að smella hér.

Leikskólabörn komu fram á sviði í Hörpu.
Leikskólabörn komu fram á sviði í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup