Barry-leikarinn Bill Hader og Beef-leikkonan Ali Wong er nýjasta Hollywood–parið.
Eftir margra mánaða vangaveltur staðfesti fjölmiðlafulltrúi Hader við Entertainment Tonight að Hader og Wong væru komin í samband og benti einnig á að þau væru „byrjuð saman aftur“, en þar með staðfesti hann þær sögusagnir sem voru á reiki í lok síðasta árs um að parið væri að hittast.
Hader ræddi sambandsstöðu sína í nýlegu viðtali og vísaði þar til kærustu sinnar: „Ég og kærastan mín vorum bara að komast að því að ég hef ekki fengið frí í tíu ár,“ sagði Hader við tímaritið Collider þegar hann ræddi um feril sinn. „Ég fór með henni til San Francisco, en það telst eiginlega ekki með. Svo ég ætla að taka mér frí.“
Wong skildi við fyrrverandi eiginmann sinn Justin Hakuta í fyrra, en parið var saman í átta ár og á saman tvær dætur, þær Mari og Nikki.
Hader skildi við fyrrverandi eiginkonu sína Maggie Carey árið 2017 eftir 11 ára hjónaband og deila þau forræði yfir þremur dætrum sínum, Hönnuh, Harper og Hayley. Leikarinn hefur verið orðaður við nokkrar þekktar Hollywood–leikkonur síðustu ár og má þar nefna Rachel Bilson og Önnu Kendrick.