Meint afbrot Armie Hammer til skoðunar

Armie Hammer neitar öllu er snýr að glæpsamlegu og ósiðlegu …
Armie Hammer neitar öllu er snýr að glæpsamlegu og ósiðlegu hátterni sínu. AFP

Leikarinn Armie Hammer hefur verið harðlega gagnrýndur og sniðgenginn af Hollywood síðastliðin misseri eftir að upp komst um meint kynferðisafbrot leikarans ásamt brengluðum draumórum hans tengdum nauðgun, mannáti og ýmsum ofbeldisverkum. Nú eru ásakanir um meint kynferðisafbrot Hammers komin til skoðunar hjá héraðssaksóknara í Los Angeles. 

Skrifstofa héraðssaksóknara sagði við CNN að hún væri byrjuð að fara yfir kröfurnar gegn leikaranum. „Ég get hér með staðfest það að LAPD hefur lagt fram mál vegna Armie Hammer fyrir LADA,“ sagði samskiptastjóri skrifstofu héraðssaksóknara, Tiffany Blacknell. „Málið er nú í skoðun.“

Leikarinn neitar öllu

Hammer hefur ekki verið formlega ákærður í málinu en hefur sætt mikilli gagnrýni frá dómstólum götunnar frá því að málið kom fyrst upp árið 2021. Leikarinn neitaði öllum ásökunum gegn sér með yfirlýsingu sem hann sendi til The Hollywood Reporter en þrátt fyrir það þá voru fáir sem tóku hans hlið í málinu. 

„Hann misnotaði mig“

Talsmaður LADA, tilgreindi ekki deili á stefnanda en lögreglan í Los Angeles staðfesti hins vegar að Hammer væri til rannsóknar vegna kynferðisafbrots í máli sem var tekið upp þann 3. febrúar 2021 og snýr að samskiptum hans við Efrosinu Angelovu. Hún sagði á blaðamannafundi í mars 2021 að leikarinn hefði nauðgað sér árið 2017. „Hann misnotaði mig andlega, tilfinningalega og kynferðislega,“ sagði hún á sínum tíma. 

Í febrúar síðastliðinn settist leikarinn niður með höfundinum James Kirchick hjá Air Mail og ræddi ásakanirnar, hjónabandið, skilnaðinn og fleira en neitaði öllu er snýr að glæpsamlegu og ósiðlegu hátterni sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Loka