White Lotus-leikari sakaður um kynferðislega áreitni

Leikarinn F. Murray Abraham liggur undir ásökunum um kynferðislega áreitni.
Leikarinn F. Murray Abraham liggur undir ásökunum um kynferðislega áreitni. AFP

Leikarinn F. Murray Abraham hefur verið rekinn úr þáttunum Mythic Quest vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 

Abraham, sem er 83 ára gamall, hætti óvænt í þáttaröðinni í apríl 2022. Þá staðfesti framleiðandinn brottför hans en gaf ekki upp frekari athugasemdir.

Nú hefur verið greint frá því að leikarinn hafi verið ásakaður um kynferðislega áreitni á tökustað þáttanna að minnsta kosti tvisvar. Eftir fyrra atvikið fékk Abraham viðvörun og var sagt að halda sig í burtu frá sumum leikkonum þáttarins að því er fram kemur á Page Six.

Eftir seinna atvikið var ákveðið að leikarinn yrði rekinn, en framleiðandi þáttanna sendi frá sér yfirlýsingu síðastliðinn mánudag þar sem greint var frá því að ásakanirnar væru teknar alvarlega og þær yrðu rannsakaðar vandlega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup