Fékk gulu vegna áfengisdrykkju

Hayden Panettiere á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Scream VI.
Hayden Panettiere á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Scream VI. AFP/Angela Weiss

Áfengisdrykkja leikkonunnar Hayden Panettiere var orðin það mikil að hún var komin gulu og þjáðist af krónískum bjúg. Leitaði hún til lifrarsérfræðings og nýtir sér nú 12 spora kerfið til að komast yfir fíkn sína.

Panettiere segir frá þessu í hjartnæmu viðtali við Women's Magazine UK þar sem hún ræðir meðal annars áfengis- og ópíóíðafíkn sína. Panettiere byrjaði að drekka áfengi óhóflega á meðan á upptökum á sjónvarpsþáttunum Nashville stóðu yfir árið 2012.

Glímdi við fæðingarþunglyndi

Eftir fæðingu dóttur hennar árið 2014 varð leikkonan einnig háð sterkum verkjalyfjum. Segir hún að fæðingarþunglyndi hafi haft mikil áhrif á neyslu hennar, ásamt því að gömul hálsmeiðsli gerði það að verkum að hún upplifði mikinn sársauka.

Panettiere tók sér frí frá sviðsljósinu í um fjögur ár vegna fíknar sinnar en er nú snúin aftur á stóra skjáinn. Fyrr á þessu ári varð Panettiere fyrir enn einu áfallinu, er yngri bróðir hennar lést óvænt vegna hjartastækkunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup