Bandaríski söngvarinn og rapparinn, Aaron Carter, fannst látinn í baðkari á heimili sínu í Kaliforníu-ríki fyrir rúmum fimm mánuðum. Nú hefur verið greint frá dánarorsök hans.
Fram kemur á krufningarskýrslu sem BBC fékk í hendurnar að tónlistarmaðurinn hafi drukknað í baðkari sínu vegna fíkniefna sem hann hafði tekið.
Í líkama Carters fannst díflúoretans, sem er eldfim gastegund sem oft er notað í loftúðahreinsiefni, og kvíðalyfið alprazólams, sem er ein tegund af Xanax.
Carter, sem er yngri bróðir Nick Carter sem var í hljómsveitinni Back Street Boys, gaf út sína fyrstu plötu þegar hann var aðeins níu ára gamall. Hann var vinsæll á tíunda áratugnum og gaf út smelli á borð við I'm All About You, I Want Candy og Aaron's Party.