Heimsótti fólkið sem bjargaði lífi hans

Leikarinn Jeremy Renner heilsaði upp á heilbrigðisstarfsfólkið sem annaðist hann …
Leikarinn Jeremy Renner heilsaði upp á heilbrigðisstarfsfólkið sem annaðist hann eftir slysið. AFP/Valerie Macon

Leikarinn Jeremy Renner heilsaði upp á heilbrigðisstarfsfólkið sem annaðist hann í kjölfar lífshættulegs slyss sem hann varð fyrir í ársbyrjun. Snjómokstursbíll ók yfir fótlegg hans og fékk leikarinn mikla áverka. 

Hawkeye–stjarnan deildi ótal myndum frá heimsókninni á Instagram þar sem hann brosti sínu breiðasta ásamt heilbrigðisstarfsfólki Renown Regional Medical Center í Reno, Nevada. „Ég fékk að heimsækja þann ótrúlega hóp sem bjargaði lífi mínu,“ skrifaði Renner undir myndirnar þar sem hann stillti sér upp við hlið lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna sjúkrahússins. 

Í janúar á þessu ári varð Renner fyrir snjómokstursbíl þegar hann reyndi að bjarga frænda sínum frá því að verða fyrir bílnum. Leikarinn braut yfir 30 bein, hlaut alvarlega áverka á brjóstholi ásamt því að missa mikið blóð.  Renner hefur þó náð undraverðum árangri eftir slysið í gegnum endurhæfingu og verið duglegur að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með bataferlinu á samfélagsmiðlum þar sem hann sömuleiðis hvetur fólk til þess að gefast aldrei upp. 

Heimsókn Renners á sjúkrahúsið átti sér stað eftir að hann sneri aftur á rauða dregilinn en leikarinn mætti á frumsýningu Disney+ þáttanna Rennervations. Í þáttunum ferðast Renner víðsvegar um heiminn, heimsækir þjóðfélög og endurgerir ýmis konar farartæki sem hann svo gefur samfélaginu í þeirri von um að það mæti þörfum þess. 

View this post on Instagram

A post shared by Disney+ (@disneyplus)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup