„Mikilvægast að hugsa vel um mig sjálfa“

Diljá söng fyrir íslenska aðdáendur á KEX Hostel.
Diljá söng fyrir íslenska aðdáendur á KEX Hostel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Diljá Pétursdóttir, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í maí, er nýkomin heim úr Evrópureisu þar sem hún kom fram í nokkrum Eurovision-fyrirpartíum.

Í gær, þriðjudag, kom Diljá fram á KEX Hostel og söng fyrir meðlimi FÁSES, sem er félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún er þó meðvituð um að keyra sig ekki út fyrir keppni. „Það tekur líka tíma að sinna sjálfri sér. Ég passa vel upp á að taka það fram yfir allt. Það er mikilvægast að hugsa vel um mig sjálfa,“ segir Diljá.

Eftir flutninginn gaf hún sér tíma fyrir spjall og myndatökur, sem yngri kynslóðin kunni sérstaklega vel að meta.

Fyrirpartíin stærri en hún átti von á

Sem hluti af undirbúningi fyrir Eurovision-keppnina sjálfa kom hún fram í svokölluðum fyrirpartíum þar sem keppendur í Eurovision koma fram og syngja lög sín fyrir framan aðdáendur.

„Ég vissi ekki að þessi fyrirpartí væru til fyrr en ég var bókuð í þau,“ segir Diljá, en hún fór til Barselóna, Varsjár, Amsterdam og Lundúna.

Í Amsterdam söng Diljá fyrir framan sex þúsund áhorfendur og segir hún að það hafi svo sannarlega staðið upp úr, því hún hafi aldrei áður sungið fyrir framan svona marga.

 Flutningur Diljár á laginu „Power“ í Amsterdam.

Fyrirpartí þessi nýtast þó ekki bara í að kynna atriði sitt fyrir aðdáendum, en þau eru einnig góður vettvangur fyrir keppendur til að kynnast öðrum keppendum. Diljá segir að hún hafi náð hvað bestu sambandi við slóvensku og litháísku keppendurna, en yfirhöfuð séu allir keppendurnir sem hún hefur hitt mjög indælir. 

Lokaundirbúningurinn fram undan

Næst á dagskrá hjá Diljá er lokaundirbúningurinn fyrir Eurovision-keppnina sjálfa.

„Nú er bara að halda áfram að klára atriðið. Þetta er ótrúlega mikil vinna, fullt af litlum hlutum sem þarf að stússast í. Núna er ég bara í fullri vinnu við að klára atriðið, fara á æfingar, klára kóreógrafíuna, fara á fatafundi og í mátun,“ segir Diljá.

Hún leggur mikla áherslu að hugsa vel um heilsuna og að gleyma ekki að hafa gaman af undirbúningsferlinu.

„Þótt ég segist vera þreytt eftir flugvellina og æfingarnar þá er ég samt enn þá að njóta í botn og ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta,“ segir Diljá með bros á vör.

Aðdáendur fögnuðu Diljá.
Aðdáendur fögnuðu Diljá. mbl.is/Eggert Jóhannesson



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup