Bandaríski leikarinn Alec Baldwin verður ekki sóttur til saka fyrir að hafa skotið kvikmyndatökumanninn Halyna Hutchins til bana á setti kvikmyndarinnar Rust í október 2021.
Baldwin var ákærður í tveimur liðum fyrir manndráp af gáleysi en lögfræðingar leikarans greindu frá því í dag að fallið hefði verið frá saksókn á hendur honum.
Hutchins lést af sárum sínum eftir að skot hljóp úr byssu sem Baldwin beindi í átt að henni en hann hélt að væri hlaðin púðurskotum. WSJ greinir frá því að samkvæmt heimildum blaðsins sýni ný sönnunargögn að skot hafi getað hlaupið úr byssunni án þess að tekið væri í gikkinn.
Réttarhöld yfir Baldwin áttu að hefast í þessum mánuði.
Í febrúar var greint frá því að framleiðsla kvikmyndarinnar myndi halda áfram í vor og að Baldwin myndi halda sínu hlutverki.