Svona lítur sjónvarpsdóttir Evu Langoriu út í dag

Eva Longoria og sjónvarpsdóttir hennar, Madison De La Garza.
Eva Longoria og sjónvarpsdóttir hennar, Madison De La Garza. Skjáskot/ABC

Barnastjarnan Madison De La Garza var aðeins 7 ára gömul þegar hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í hinum geysivinsælu þáttum Aðþrengdar eiginkonur á árunum 2008 til 2012. 

Garza fór með hlutverk Juanitu Solis, sem var dóttir Gabrielle Solis, sem leikin var af Evu Langoriu, og Carlos Solis, sem Ricardo Antonia Chavira lék. Hún kom fyrst fram í fjórðu þáttaröð og vakti mikla athygli fyrir leik sinn. 

Nýverið opnaði Garza sig um hlutverkið í hlaðvarpsþætti Heart of Matter. Hún segist hafa sætt mikla gagnrýni fyrir útlit sitt sem krakki sem hafi leitt til átröskunar. Garza rifjar upp að hafa eytt klukkutímunum saman á Youtube í að lesa ljót ummæli um sjálfa sig. „Þetta var bara hræðilegt. Og þetta var þegar ég var 7 og 8 ára gömul,“ sagði hún. 

Garza er hálfsystir söngkonunnar Demi Lovato og lék yngri útgáfu að karakter Lovato í þættinum Sonny With a Chance. Í dag er hún 21 árs gömul og upp á síðkastið beint athygli sinni á bak við myndavélina, að leikstjórn. 

Nýleg mynd af leikkonunni.
Nýleg mynd af leikkonunni. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup