Trúður á Nýja-Sjálandi

Casper Christensen og Frank Hvam.
Casper Christensen og Frank Hvam. mbl.is/Kristinn

Danski leikarinn og framleiðandinn Frank Hvam, sem Íslendingar þekkja vel úr þáttunum Klovn, er ekki lengur búsettur í Danmörku. 

Þar hafa hann og Casper Christensen gert garðinn frægan í gegnum árin en Hvam er fluttur til Nýja-Sjálands. 

Samstarfi Hvam og Christensen er þó ekki lokið heldur hafa þeir sett á laggirnar hlaðvarp á meðan þeir eru í sitt hvorri heimsálfunni. Kallast það einfaldlega Casper ringer til Frank og er á dagskrá vikulega. 

Miðað við umfjöllun Jyllands-Posten fyrr í vetur þá er búist við því að Frank Hvam verði í Nýja-Sjálandi í eitt ár. Sjálfur vildi hann ekki gefa mikið upp um áformin þegar blaðið leitaði eftir því á sínum tíma en sagði ákvörðunina vera af fjölskylduástæðum. Frank Hvam er kvæntur og á tvö börn. 

Tæplega þarf að rekja sérstaklega vinsældir Klovn sjónvarpsþáttanna fyrir lesendum mbl.is en þeir félagar gerðu margar seríur af þeim. Einnig voru þrjár bíómyndir byggðar á persónum í þáttunum og í þeirri síðustu kom Ísland talsvert við sögu.

Frank Hvam í auglýsingu fyrir Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup