Leikarinn Martin Lawrence biður hvert kvöld fyrir leikarnum Jamie Foxx sem var lagður inn á spítala í síðustu viku.
Þetta kom fram í máli Lawrence í viðtali hans við Bachelor-stjörnuna Rachel Lindsay í gær er stjarna hans á frægðarslóða Hollywood var vígð.
Foxx var í síðustu viku fluttur með hraði á spítala vegna skyndilegra og dularfullra veikinda. Dóttir leikarans, Corinne Foxx, birti yfirlýsingu frá fjölskyldunni á Instagram.
Þar útskýrði hún að pabbi hennar hefði orðið fyrir „læknisfræðilegum kvilla“ og hafi verið fluttur á spítala.
Að sögn Lawrence er líðan Foxx orðin betri.