„Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar“

Rapparinn Desiigner segir hegðunina hafa stafað af inntöku nýrra lyfja.
Rapparinn Desiigner segir hegðunina hafa stafað af inntöku nýrra lyfja. Samsett mynd

Rapparinn Desiigner hefur ákveðið að setja tónlistarferilinn í biðstöðu á meðan hann leitar sér hjálpar vegna geðheilsu sinnar eftir að hann beraði sig nýverið í flugi. 

Rapparinn segist hafa fengið slæm viðbrögð við nýju lyfi er leiddi hann til þess að leika á alls oddi þegar hann var á heimleið frá Tælandi og Tókýó. „Undanfarna mánuði hef ég ekki verið alveg í lagi og átt í erfiðleikum með að sætta mig við það sem hefur verið að gerast,“ skrifaði hann á Instagram á fimmtudaginn. 

„Þegar ég var staddur erlendis til þess að koma fram á tónleikum, þurfti ég að leggjast inn á sjúkrahús, ég gat ekki hugsað skýrt. Þeir gáfu mér lyf og ég varð að hoppa beint upp í flugvél til þess að fara heim. Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar í þeirri flugvél. Ég lenti í Bandaríkjunum og viðurkenndi fyrir sjálfum mér að ég þyrfti að leita mér hjálpar,“ bætti hann við.

Hinn 25 ára gamli Desiigner hefur aflýst öllum væntanlegum tónleikum og skuldbindingum á meðan hann fær þá hjálp sem hann þarfnast. „Geðheilsa er alvöru, krakkar! Vinsamlegast biðjið fyrir mér,“ sagði hann að lokum. “Ef þér líður ekki eins og þú sjálf/ur, vinsamlegast leitaðu hjálpar.“

Útskýring Desiigner á því sem gekk á.
Útskýring Desiigner á því sem gekk á. Skjásko/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup