Í mörg ár hefur syndaborgin Las Vegas fengið til sín einhverja af stærstu skemmtikröftum, tónlistarmönnum og söngvurum sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Bravo–raunveruleikastjarnann er nýjasta stjarnan til þess að næla sér í tónleikasýningu í Las Vegas og verður hún frumsýnd í haust.
The Real Housewives of Beverly Hills–stjarnan tilkynnti um tónleikasýningu sína sem verður sýnd á tímabilinu 25. ágúst - 16. desember. Sýningin ber titilinn Bet It All On Blonde: The Las Vegas Residency verður haldin á Mandalay Bay Resort og House of Blues tónlistarhöll spilavítisins.
„Ég trúi ekki að þetta sé raunveruleikinn,“ sagði Jayne á Instagram.
Raunveruleikastjarnan deildi einnig tilfinningaþrunginni færslu á Twitter og skrifaði: „Eftir myrkur kemur ljós. Fyrir 365 dögum var ég á einum lægsta punkti lífs míns. Þökk sé ást þinni og stuðningi er það með tárin í augunum að ég tilkynni um fyrstu sýninguna mína í Las Vegas: Bet It All On Blonde.“
Jayne verður ekki eina Bravo–stjarnan á svæðinu í haust en fyrr á þessu ári tilkynnti framkvæmdastjóri The Real Housewives–keðjunnar, Andy Cohen, að BravoCon 2023 sé áætlað að fara fram í Las Vegas dagana 3. - 5. nóvember.