Gulli Briem yfirgefur Mezzoforte

Gunnlaugur Briem, trommuleikari er hættur í hljómsveitinni Mezzoforte.
Gunnlaugur Briem, trommuleikari er hættur í hljómsveitinni Mezzoforte. Árni Sæberg

Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem, betur þekktur sem Gulli Briem, hefur sagt skilið við hljómsveitina Mezzoforte til þess að einblína á sóló–feril. 

Mezzoforte sendi frá sér yfirlýsingu í gær, fimmtudag, á Facebook–síðu hljómsveitinnar þar sem þeir sögðu frá fréttunum. 

Gulli Briem var einn af stofnendum hljómsveitinarinnar ásamt Eyþóri Gunnarssyni, Friðriki Karlssyni og Jóhanni Ásmundssyni. Hljómsveitin var stofnuð árið 1977 og fagnar því 46 ára starfsafmæli á árinu.

Mezzoforte heldur áfram á tónleikaferðalagi eins og til stóð og mun norski trommarinn, Ruben Dalen, spila á komandi tónleikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir