Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem, betur þekktur sem Gulli Briem, hefur sagt skilið við hljómsveitina Mezzoforte til þess að einblína á sóló–feril.
Mezzoforte sendi frá sér yfirlýsingu í gær, fimmtudag, á Facebook–síðu hljómsveitinnar þar sem þeir sögðu frá fréttunum.
Gulli Briem var einn af stofnendum hljómsveitinarinnar ásamt Eyþóri Gunnarssyni, Friðriki Karlssyni og Jóhanni Ásmundssyni. Hljómsveitin var stofnuð árið 1977 og fagnar því 46 ára starfsafmæli á árinu.
Mezzoforte heldur áfram á tónleikaferðalagi eins og til stóð og mun norski trommarinn, Ruben Dalen, spila á komandi tónleikum.