Call Her Daddy-hlaðvarpsstjórnandinn Alexandra Cooper virðist hafa fundið ástina í hlíðum Hollywood, en hún trúlofaðist kvikmyndaframleiðandanum Matt Kaplan á dögunum.
Cooper hefur slegið í gegn með hlaðvarpsþætti sínum Call Her Daddy þar sem hún hefur tekið viðtöl við stjörnur á borð við Christinu Agualeru, John Legend, Jane Fonda, Hailey Bieber, Demi Lovato og Pete Davidson.
Hún hefur gefið út yfir 260 hlaðvarpsþætti og skrifaði árið 2021 undir 60 milljón dala samning við streymisveituna Spotify, eða sem nemur rúmlega 8,2 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag.
Cooper hefur haldið sambandi sínu við Kaplan fjarri sviðsljósinu en fjölmargir heimildarmenn hafa fullyrt að þau séu trúlofuð að því er fram kemur á vef Page Six.
Parið hefur aldrei verið myndað saman og Cooper hefur notað dulnefni eins og Sexy Mr. Zoom Man, Red Sox og Slim Shady á kærasta sinn í hlaðvarpinu sínu.