Suður–kóreski söngvarinn og meðlimur hljómsveitarinnar Astro, Moonbin, er látinn 25 ára að aldri.
Erlendir fjölmiðlar vitnuðu í upplýsingar frá lögreglu og greindu frá því að Moonbin hefði fundist meðvitundarlaus á miðvikudagskvöld í íbúð sinni í hinu glæsilega Gangnam–hverfi í Seúl.
„Hinn 19. apríl yfirgaf Astro–meðlimurinn Moonbin óvænt heiminn okkar og varð að stjörnu á himni,“ var sagt í opinberri yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu Astro sem birtist snemma á fimmtudag á opinberri Twitter–síðu Fantagio.
Árið 2016, þegar Moonbin var einungis 18 ára gamall, gekk hann til liðs við hina vinsælu suður–kóresku strákahljómsveit, Astro.
Fantagio confirms the tragic death of ASTRO's Moonbin https://t.co/QiIWVI5tz9
— allkpop (@allkpop) April 19, 2023