Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason var valin ein besta glæpasaga ársins hjá The Sunday Times nýverið. Bókin hefur hlotið stórkostlegar viðtökur og alls hafa bækur Arnaldar selst í yfir 18.000.000 eintökum um allan heim
Bókin kom út á ensku þann 23. mars síðastliðinn og var þýdd af Philip Roughton.
Samkvæmt Joan Smith, blaðamanni hjá The Times, er bókin „drungalega stórbrotin eins og allt annað sem hann hefur skrifað.“ Blaðamaður Guardian segir að: „Arnaldur er klárlega kóngur íslensku spennusögunnar.“