Leikkonan Christina Applegate segir að það sé Selmu Blair að þakka að Applegate hafi fengið greiningu á MS-sjúkdómi sínum árið 2021.
Blair greindist sjálf með MS-sjúkdóminn árið 2018, eftir að hafa upplifað einkenni í áratugi.
Applegate segir í viðtali við Vouge UK að eftir að hún kvartaði yfir doða í fæti hafi Blair sannfært hana um að láta athuga hvort hún væri með MS. Í fyrstu var læknir Applegate efins um að svo væri, en niðurstöður rannsókna leiddu í ljós að svo væri. Segir hún að vegna Blair, muni Applegate lifa betra lífi og þakkar hún vinkonu sinni lífgjöfina.
Applegate hrósar einnig Blair fyrir að hafa haft ótrúleg áhrif á samfélag MS-sjúklinga og opnað umræðuna um sjúkdóminn.