Þakkar Selmu Blair fyrir MS-greiningu sína

Christina Applegate, til vinstri, og Selma Blair, til hægri.
Christina Applegate, til vinstri, og Selma Blair, til hægri. Samsett mynd

Leikkonan Christina Applegate segir að það sé Selmu Blair að þakka að Applegate hafi fengið greiningu á MS-sjúkdómi sínum árið 2021.

Blair greindist sjálf með MS-sjúkdóminn árið 2018, eftir að hafa upplifað einkenni í áratugi. 

Applegate segir í viðtali við Vouge UK að eftir að hún kvartaði yfir doða í fæti hafi Blair sannfært hana um að láta athuga hvort hún væri með MS. Í fyrstu var læknir Applegate efins um að svo væri, en niðurstöður rannsókna leiddu í ljós að svo væri. Segir hún að vegna Blair, muni Applegate lifa betra lífi og þakkar hún vinkonu sinni lífgjöfina.

Applegate hrósar einnig Blair fyrir að hafa haft ótrúleg áhrif á samfélag MS-sjúklinga og opnað umræðuna um sjúkdóminn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup