Barry Humphries látinn

Barry Humphries sem Dame Edna árið 2012.
Barry Humphries sem Dame Edna árið 2012. AFP

Ástralski skemmtikrafturinn Barry Humphries, sem þekktastur var fyrir leik sinn í gervi karaktersins Dame Edna Everage, er látinn 89 ára að aldri.

Humphries lést á sjúkrahúsi í Sydney en þar lá hann inni vegna fylgikvilla í kjölfar aðgerðar á mjöðm í mars.

Dame Edna sló í gegn í Bretlandi á áttunda áratugnum og sá Humphries um spjallþátt í sjónvarpi í gervi hennar seint á níunda áratugnum.

Fjölmargir hafa minnst Humphries á samfélagsmiðlum, eins og sjá má hér að neðan. Áður en hann lést hafði batakveðjum sömuleiðis rignt á alnetið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup