Fjölskylda kvikmyndatökumannsins Halyna Hutchins sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana er þau voru við tökur á kvikmyndinni Rust í október 2021 ætlar að lögsækja Baldwin.
BBC greinir frá.
Hutchins lést af sárum sínum eftir að skot hljóp úr byssu sem Baldwin beindi í átt að henni. Baldwin hefur haldið því fram að honum hafi verið sagt að byssan væri ekki hlaðin og að hann hafi ekki tekið í gikkinn.
Tilkynnt var í vikunni að fallið hafi verið frá saksókn á hendur Baldwin en hann hafði verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.
Lögmaður foreldra og systur Hutchins segir að leikarinn geti ekki komið sér undan ábyrgð.
Baldwin hefur þegar náð samkomulagi við ekil Hutchins og 10 ára gamlan son hennar.