Yrsa Þöll og Einar brenndu af í tapi rithöfunda

Ragnar Jónasson spilaði fyrir lið rithöfunda.
Ragnar Jónasson spilaði fyrir lið rithöfunda. mbl.is/Óttar

Mik­il spenna var í fót­bolta­leik rit­höf­unda og út­gef­enda á Þrótt­ar­velli í Laug­ar­daln­um í dag. Úrslit­in réðust á loka­mín­út­un­um og fóru út­gef­end­urn­ir að lok­um með 2:1 sig­ur af hólmi.

Annað hvert ár reima út­gef­end­ur og rit­höf­und­ar á sig skóna í tengsl­um við Bók­mennta­hátíð Reykja­vík­ur og tak­ast á í fót­bolta­leik.

„Þetta er skemmti­leg hefð og var nokkuð jafn leik­ur í dag, en að sjálf­sögðu unn­um við,“ seg­ir Heiðar Ingi Svans­son, fyr­irliði liðs út­gef­enda eft­ir leik­inn.

„Við átt­um að skora fleiri mörk og svo er ég nátt­úru­lega svekkt­ur sem markvörður liðsins að hafa misst inn eitt, ég hefði átt að verja þetta.“

Leikurinn fór fram á nýjum gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum.
Leik­ur­inn fór fram á nýj­um gervi­grasvelli Þrótt­ar í Laug­ar­daln­um. mbl.is/Ó​ttar

Kyn­slóðaskipti

Þau Kristján Dag­ur Eg­ils­son og Krist­ín Anna Smári, starfs­menn hjá For­laginu, skoruðu fyr­ir út­gef­end­ur.

„Það voru ákveðin kyn­slóðaskipti hjá okk­ur í liðinu. Liðið var skipað blöndu af yngri og eldri leik­mönn­um og það voru þeir yngri sem skoruðu,“ seg­ir Heiðar.

Kristján Dagur Egilsson og Kristín Anna Smári skoruðu fyrir útgefendur.
Kristján Dag­ur Eg­ils­son og Krist­ín Anna Smári skoruðu fyr­ir út­gef­end­ur. mbl.is/Ó​ttar

Rit­höf­und­ar héldu góðu skipu­lagi

„Þetta var hörku­leik­ur og jafnt al­veg fram á síðustu mín­útu. Þetta var mjög jafnt og hefði getað farið á hvorn veg­inn sem er, en með bar­áttu­anda náðu út­gef­end­urn­ir að merja sig­ur,“ seg­ir Börk­ur Gunn­ars­son, fyr­irliði liðs rit­höf­unda.

„Við rit­höf­und­arn­ir héld­um góðu skipu­lagi og átt­um góðar sókn­ir. Það var 1:1 í hálfleik og Hall­dór Armand skoraði fyr­ir okk­ar lið.“

„Ein­ar Kára­son átti að skora úr góðu færi en Heiðar náði að verja frá hon­um. Svo fékk Yrsa Þöll rit­höf­und­ur gott færi eft­ir send­ingu frá skáld­inu Sig­ur­björgu Þrast­ar­dótt­ur, en því miður hafðist það ekki. En þetta var ótrú­lega gam­an.“

„Með baráttuanda náðu útgefendurnir að merja sigur,“ segir Börkur.
„Með bar­áttu­anda náðu út­gef­end­urn­ir að merja sig­ur,“ seg­ir Börk­ur. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú aðstoðar við að fá pólitískan og félagslegan stuðning við verkefni sem þú ert að vinna að. Safnaðu fyrst upplýsingum um hlutina og taktu svo ákvarðanir á grundvelli staðreynda.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú aðstoðar við að fá pólitískan og félagslegan stuðning við verkefni sem þú ert að vinna að. Safnaðu fyrst upplýsingum um hlutina og taktu svo ákvarðanir á grundvelli staðreynda.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal