Sví­virði­legar verð­hækkanir vegna Euro­vision

Diljá Pétursdóttir keppir fyrir hönd Íslands í Liverpool.
Diljá Pétursdóttir keppir fyrir hönd Íslands í Liverpool. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið er sótt í gististaði í Liverpoolborg vegna Eurovision-söngvakeppninnar. Borið hefur á því að gististaðir afbóki gesti sem pöntuðu herbergin sín á hefðbundnu verði með miklum fyrirvara til þess að selja herbergin miklu dýrara verði.

Í umfjöllun NRK er greint frá því að sumir sem hafi misst bókanir sínar neyðist til þess að gista í kjallara Norðurlandakirkjunnar í Liverpool. 

Gististæði þar, meðan á keppninni stendur, muni kosta 50 pund eða tæplega 8.700 krónur í stað þeirra 25 punda sem gistiplássið kostar venjulega.

Úr sex þúsund í 21.300 krónur

Verðhækkun kirkjunnar fölni þó í samanburði við þá sem sjáist hjá hótelum og gistiheimilum borgarinnar. Meðalverð fyrir eina nótt miðsvæðis í borginni, sé tekið mið af Booking.com og Airbnb, sé nú um 400 þúsund krónur. Þá hafi verð fyrir rúm í koju á gistiheimili sem ætlað er ungmennum hækkað úr sex þúsund krónum í rúmlega 21.300 krónur.

Keppnin fer fram í Liverpool dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Úkraína lenti í fyrsta sæti í keppninni í fyrra og Bretland í öðru sæti en vegna stríðsins í Úkraínu heldur Bretland keppnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup