Fleiri þátttakendur hjóla í Love is Blind

Amber Pike og Matt Barnett kynntust þegar þau tóku þátt …
Amber Pike og Matt Barnett kynntust þegar þau tóku þátt í fyrstu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love is Blind. Samsett mynd

Love is Blind-stjarnan Amber Pike kom aðdáendum sínum verulega á óvart þegar hún hjólaði í raunveruleikaþættina Love is Blind þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, Matt Barnett.

Pike og Barnett tóku þátt í fyrstu þáttaröð Love is Blind og eru eitt af fáum pörum sem enn eru gift í dag. 

Pike deildi mynd af þeim hjónunum á Instagram-reikningi sínum þar sem einn aðdáenda þeirra spurði hvert uppáhaldsparið þeirra væri úr nýjustu þáttaröðinni. Pike svaraði: „Við horfum ekki á Love is Blind.“

Aðdáandinn sagðist hissa á svari Pike vegna þess að hún hafi fundið ástina í lífi sínu í þáttunum, en Pike var ekki lengi að svara því. „Við erum saman þrátt fyrir þennan þátt, ekki vegna hans.“

Ummæli við nýlega færslu Pike á Instagram.
Ummæli við nýlega færslu Pike á Instagram. Skjáskot/Instagram

Fleiri þátttakendur hafa opnað sig

Þættirnir hafa verið á milli tannanna á fólki að undanförnu, en í síðustu viku voru framleiðendur þáttanna sakaðir um að hafa mistekist að huga að velferð þátttakenda sinna, bæði á meðan á upptökum stóð og eftir að þeim lauk.

Danielle Ruhl og Nick Thompson, þátttakendur úr annarri þáttaröð, sögðu svefn, mat og vatn hafa verið af skornum skammti. Þá hafi þau ekki fengið sálfræðiþjónustu þrátt fyrir að hafa orðið fyrir tilfinningalegum áföllum. 

Þau sögðust einnig hafa verið neydd til að taka upp þættina í allt að 20 klukkustundir á dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir