„Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu, það er þvílíkur heiður að fá að vera í þessu verkefni en þetta byrjaði allt eftir að ég gerði þemalag Ólympíuleikanna í fyrra,“ segir Victor Guðmundsson, læknir og tónlistarmaður.
Í dag mun lag hans „Space Fantasia“ verða frumflutt í Kína í tilefni af alþjóðlegum geimdegi þar í landi en lagið verður notað til að kynna geimferðaáætlun Kína.
Lagið verður spilað bæði í útvarpi og sjónvarpi, meðal annars á einni stærstu sjónvarps- og útvarpsstöð Kína, CGTN, en tónlistarmyndband við lagið verður frumsýnt í leiðinni. Samstarfsverkefnið hefur þegar hlotið athygli í kínverskum fjölmiðlum en fréttaskýringaþátturinn Vibe hefur til að mynda haft það til umfjöllunar.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.