Len Goodman látinn

Len Goodman lést á laugardagskvöldið í faðmi fjölskyldu sinnar.
Len Goodman lést á laugardagskvöldið í faðmi fjölskyldu sinnar. Ljósmynd/Wikipedia.org

Breska raunveruleikastjarnan Len Goodman, sem þekktastur var fyrir dómarahlutverk sitt í dansþáttunum Strictly Come Dancing, er látinn 78 ára að aldri. 

Goodman lést á laugardagskvöldið 22. apríl á sjúkrahúsi í Kent eftir stutt veikindi en banamein hans var beinkrabbamein. Talskona Goodman sagði við MailOnline: „Ég get staðfest að hann lést friðsamlega um helgina umkringdur fjölskyldu sinni.“

Goodman sló í gegn í Bretlandi sem yfirdómari í dansþáttunum Strictly Come Dancing og sinnti stöðunni frá 2004 til 2016. Auk Strictly kom hann einnig fram í bandarískri útgáfu þáttarins, Dancing With the Stars frá 2005 til 2022.

Fjöl­marg­ir hafa minnst Goodman á sam­fé­lags­miðlum eins og sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup