Breska raunveruleikastjarnan Len Goodman, sem þekktastur var fyrir dómarahlutverk sitt í dansþáttunum Strictly Come Dancing, er látinn 78 ára að aldri.
Goodman lést á laugardagskvöldið 22. apríl á sjúkrahúsi í Kent eftir stutt veikindi en banamein hans var beinkrabbamein. Talskona Goodman sagði við MailOnline: „Ég get staðfest að hann lést friðsamlega um helgina umkringdur fjölskyldu sinni.“
Goodman sló í gegn í Bretlandi sem yfirdómari í dansþáttunum Strictly Come Dancing og sinnti stöðunni frá 2004 til 2016. Auk Strictly kom hann einnig fram í bandarískri útgáfu þáttarins, Dancing With the Stars frá 2005 til 2022.
Fjölmargir hafa minnst Goodman á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan.
Former Strictly Come Dancing head judge Len Goodman has died at the age of 78, his manager says https://t.co/qwN6UqyTsI
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 24, 2023
Saddened to hear of yet another loss in entertainment.
— Dee (@Deew04) April 24, 2023
RIP Len Goodman
Very sad, brilliant personality 💔💔
— pico077 (@pico077) April 24, 2023
Very sad. My mum will be heartbroken.🙏
— GreatBritishBilly🇬🇧 (@GreatBritishB73) April 24, 2023