Bandaríski leikarinn Josh Brolin kom fylgjendum sínum á óvart um helgina þegar hann birti sjóðheita nektarmynd af sér þar sem hann er við upptökur á seríunni Outer Range.
Hinn 55 ára gamli leikari sést með krosslagða fætur á garðstól og klæddur engu öðru en kúrekahatti, hálskeðju og skegghýjungi.
„Undirbúningur fyrir atriði í Outer Range, þáttaröð 2,“ skrifaði Brolin við færsluna og vísaði þar til vinsælu Amazon Prime–seríunnar. „Við erum að taka hlutina í aðra átt í þetta sinn,“ gantaðist hann einnig með.
Nokkrir vinir leikarans – þar á meðal eiginkona Brolins, Kathryn Boyd–Brolin gátu ekki annað en gantast í athugasemdunum: „Ó, ég hélt að þeir væru ekki að gefa út plakatið fyrr en síðar á þessu ári!!“ grínaðist Boyd–Brolin.