Bretakonungur kveikir á ljósum Eurovision-sviðsins

Karl III. Bretakonungur kveikir á ljósum Eurovision-sviðsins í ár.
Karl III. Bretakonungur kveikir á ljósum Eurovision-sviðsins í ár. AFP

Karl III. Bretakonungur verður sá fyrsti til að kveikja opinberlega á ljósum Eurovision-sviðsins í Liverpool á miðvikudaginn næstkomandi. Bretakonungur ferðast til M&S Bank Arena á miðvikudaginn næstkomandi, ásamt Kamillu konu sinni, þar sem hann hittir sviðshönnuðina ásamt kynnum keppninnar.  

Bygging sviðsins hófst í byrjun aprílmánaðar og eru skipuleggjendur að leggja lokahönd á það, en tækniæfingar eru þegar hafnar á sviðinu. Opinberar æfingar keppenda hefjast svo þann 30. apríl.

Teikningar af hönnun sviðsins.
Teikningar af hönnun sviðsins. Ljósmynd/BBC

Sviðinu er ætlað að gefa til kynna að keppnin opni faðm sinn fyrir Úkraínu, en Bretland var valið til að halda keppnina fyrir hönd Úkraínu vegna stríðsins þar í landi. 

Ásamt því að hitta skipuleggjendur og kynna keppninnar, hittir Bretakonungur Mae Mueller sem flytur framlag Breta í Eurovision í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup