Karl III. Bretakonungur verður sá fyrsti til að kveikja opinberlega á ljósum Eurovision-sviðsins í Liverpool á miðvikudaginn næstkomandi. Bretakonungur ferðast til M&S Bank Arena á miðvikudaginn næstkomandi, ásamt Kamillu konu sinni, þar sem hann hittir sviðshönnuðina ásamt kynnum keppninnar.
Bygging sviðsins hófst í byrjun aprílmánaðar og eru skipuleggjendur að leggja lokahönd á það, en tækniæfingar eru þegar hafnar á sviðinu. Opinberar æfingar keppenda hefjast svo þann 30. apríl.
Sviðinu er ætlað að gefa til kynna að keppnin opni faðm sinn fyrir Úkraínu, en Bretland var valið til að halda keppnina fyrir hönd Úkraínu vegna stríðsins þar í landi.
Ásamt því að hitta skipuleggjendur og kynna keppninnar, hittir Bretakonungur Mae Mueller sem flytur framlag Breta í Eurovision í ár.