Tónlistar- og leiðsögumaðurinn, Hjörtur Howser, er fallinn frá, 61 árs að aldri. DV greindi fyrst frá því.
Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss þegar hann var þar við störf sem leiðsögumaður. Hjörtur setti svip á tónlistarsenuna en hann var hljómborðsleikari í ýmsum vinsælum hljómsveitum á árum áður.
Þetta eru hljómsveitir eins og Grafík, Kátir piltar, Vinir Dóra, Mezzoforte og Fræbblarnir. Hann starfaði lengi með Þórhalli Sigurðssyni, eða Ladda eins og hann er kallaður, sem undirleikari og tónlistarstjóri.