Óvissir með hvort Ísland komist áfram

Veðbankar eru ekki vissir um að Diljá komist áfram á …
Veðbankar eru ekki vissir um að Diljá komist áfram á úrslitakvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðbankar eru óvissir um hvort Ísland stígur á svið á úrslitakvöldi Eurovision þann 13. maí næstkomandi.

Núna 18 dögum fyrir úrslitakvöldið situr fulltrúi okkar, Diljá Pétursdóttir, í 24. sæti samkvæmt spám fyrir heildarkeppnina. Samkvæmt því ætti hún því að komast áfram úr sinni undankeppni, því 26 lönd keppa í úrslitunum.

Ef skoðaðar eru spár fyrir undankeppnina, sem fer fram 11. maí, er Íslandi hins vegar spáð 14. sæti, en tíu lög komast áfram á úrslitakvöldið. Taldar eru 33% líkur á því að Diljá stígi á svið í úrslitunum. 

Það er því ekki samræmi á milli spáa um hvort Ísland komist áfram eða þurfi að sitja eftir.

Svona lítur spáin út fyrir seinni undankeppnina sem fer fram …
Svona lítur spáin út fyrir seinni undankeppnina sem fer fram þann 11. maí næstkomandi. Skjáskot/Eurovisionworld

Svíþjóð líklegust til sigurs

Ef skoðaðar eru spár fyrir heildarkeppnina trónir Svíþjóð á toppnum, en 44% líkur eru á því að hin sænska Loreen fari með sigur af hólmi. Finnland kemur þar næst en 17% líkur er á finnskum sigri. Nokkuð langt er í næstu þjóðir, en Úkraína situr í þriðja sætinu með 7% líkur á sigri. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup