Bond-leikkona hafði betur í dómsmáli

Franska leikkonan Eva Green er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt …
Franska leikkonan Eva Green er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem Vesper Lynd í Bond-myndinni Casino Royale frá árinu 2006. AFP

Franska leikkonan Eva Green vann á dögunum dómsmál gegn framleiðslufyrirtækinu White Lantern Film í hæstarétti í Lundúnum.

Leikkonan stefndi fyrirtækinu vegna vangoldinna launa, en hún hafði tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni A Patriot og átti að fá greidda eina milljón bandaríkjadala. Fyrirtækið höfðaði hins vegar mál á móti og sagði Green hafa komið kvikmyndinni út af sporinu með því að setja fram óraunhæfar kröfur.

Síðastliðinn föstudag úrskurðaði dómarinn Michael Green að leikkonan ætti rétt á upphæðinni og vísaði kröfu White Lantern Film frá. 

Missti trúna á verkefninu

Green átti að leika hermann í kvikmyndinni, en verkefnið hófst árið 2018. Hún varð hins vegar fljótlega óróleg vegna fjármögnunarvanda sem leiddi til þess að breski framleiðandinn Jake Seal fór að taka meiri stjórn. 

Í réttarhöldum sem fóru fram í janúar voru skilaboð milli Green og framleiðsluteymisins lesin upp, en í vitnisburði sínum sagðist Green hafa viljað búa til frábæra mynd enda hafi hún orðið heilluð af handritinu. Hins vegar hafi hún misst trúna á verkefninu þegar fjármagnið var sífellt skorið niður og laun leikaranna lækkuð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup