Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hljómsveitin Backstreet boys steig á svið í Laugardalshöllinni í kvöld.
Áhorfendur drógu margir hverjir upp símann til að fanga augnablikið á mynd, eða ef til vill myndskeið.
Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni og tók myndir af stemningunni.