Spilaði og söng í réttarhöldum

Ed Sheeran fyrir utan dómshúsið í New York.
Ed Sheeran fyrir utan dómshúsið í New York. MICHAEL M. SANTIAGO

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tók lagið í dómssal í New York í gær. Tónleikarnir voru þó ekki til að létta á stemmingunni salnum, heldur hluti af sönnunargögnum og yfirheyrslu í höfundaréttarmáli gegn Sheeran vegna lagsins Think­ing Out Loud

Lagið hefur verið sakað um að vera of líkt laginu Let's Get it On eftir R&B goðsögnina Marvin Gaye. Lögin virðast ekki keimlík í fyrstu en að sögn Mark Savage, tónlistarfréttaritara hjá BBC hefur lagið sömu hljóma, en lag Sheeran er í hærri tónhæð. 

Sheeran hefur sagt hljómana undirstöðu í rokktónlist og að hvorki hann né Gaye hafi verið fyrstir né síðastir til að notast við þá í lögum sínum. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sheeran er stefnt fyrir brot á höfundarétt en í fyrra féll dómur honum í hag varðandi höfundarrétt á laginu Shape of You.

Stefnendur Sheeran eru erfingjar Ed Townsend, meðhöfund lagsins, nánar tiltekið dóttir, systir og fyrrum eiginkona hans.

Lögfræðingar þeirra sýndu myndband í dómssalnum, frá tónleikum Sheeran í Zürich þar sem Ed söng til skiptis Think­ing Out Loud og Let's Get it On, en verjendurnir líktu myndbandinu við rjúkandi byssu, hvað varðar sekt Sheerans. 

Verði Sheeran fundinn sekur, mun nýtt dómsferli hefjast og úrskurðað í því hversu mikið honum verði gert að greiða erfingjum Townsend.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar