„Þetta er skemmtilegt nostalgíukast“

Vök og Backstreet Boys verða í Nýju-Höllinni í kvöld.
Vök og Backstreet Boys verða í Nýju-Höllinni í kvöld. Samsett mynd

Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni í kvöld og án efa hrista vel upp í spenntum tónleikagestum. Vök fagnar í ár tíu ára afmæli sínu eftir að hafa sigrað Músíktilraunir árið 2013. Strákabandið er þó töluvert eldra, en Backstreet Boys fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli sínu með DNA-heimstúrnum. 

Blaðamaður sló á þráðinn til Margrétar Ránar Magnúsdóttur, söngkonu sveitarinnar og forvitnaðist um stemninguna og Backstreet Boys kunnáttu Vök. 

Hvernig fenguð þið „giggið“? 

„Sena hafði samband við okkur.“

Hvenær var Vök ráðin sem opnunaratriði Backstreet Boys?

Mig minnir að það hafi verið degi áður en tilkynningin um tónleikana fór út. Þá fengum við að vita að við værum að hita upp fyrir strákana, haha!“

Eru þið í Vök Backstreet Boys-aðdáendur?

„Já, eða maður var það svo sannarlega í gamla daga. Þetta er skemmtilegt nostalgíukast, að fá að hita upp fyrir Backstreet Boys.“

Hver er uppáhalds Backstreet Boys-meðlimurinn?

„Heyrðu, ég veit ekki hvað neinn þeirra heitir nema Brian. Þannig að ég ætla að segja hann sé okkar maður!“

Everybody kveikir í púkanum

Hvað er besta Backstreet Boys-lagið?

„Það kemur einhver púki í magann þegar Everybody kemur í spilun. Það eru líka skemmtilegar pródúseringar í laginu.“

Er eitthvað líkt með tónlistarstílum Vök og Backstreet Boys?

„Nei, ég get ekki sagt það. Mér finnst samt alveg 100% „meika sense“ að við séum að hita upp fyrir þá. Vök flakkar á milli þess að vera syntha-drifin popphljómsveit og rafmagnað indie-band. Þannig að það má segja að það sé líka rétti markhópurinn fyrir Backstreet Boys-aðdáendur. 

Ætla að reyna að fá mynd

Hafið þið heyrt í strákunum?

„Nei, ekki svo gott. Við ætlum að reyna að fá mynd. Sjáum hvernig það fer.“

Hvernig hefur Vök undirbúið sig fyrir tónleikana?

„Við erum tiltölulega heit eftir þriggja vikna tónleikaferðalag í síðasta mánuði þannig að við ætlum að láta hljóðprufuna og vöðvaminnið duga. Annars finnst mér rosalega gott að eiga rólegan og stresslausan dag fyrir tónleika þar sem ég til dæmis hugleiði, fer í saunu og held mér í „zen“ ástandi svo hausinn sé góður og mér líði vel fyrir kvöldið.“

Eruð þið pepp í þetta?

„Algjörlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup