Ísland fellur enn í veðbönkum

Diljá Pétursdóttir keppir fyrir Íslands hönd.
Diljá Pétursdóttir keppir fyrir Íslands hönd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spá veðbanka um gengi Íslands í söngvakeppninni Eurovision í ár er ekki hliðholl Íslendingum.

Samkvæmt nýjustu tölum Eurovision World er Diljá Pétursdóttur, fulltrúa Íslands í keppninni í ár, spáð 29. sæti af 36 í heildarkeppninni.

Eins og greint var frá fyrr í vikunni eru veðbankar óvissir um hvort Diljá stígi yfirhöfuð á svið á úrslitakvöldinu sjálfu sem fer fram þann 13. maí í Liverpool á Englandi. Var henni þá spáð 24. sæti í heildarkeppninni en 14. sæti í undankeppninni.

Diljá verður sjöundi keppandinn til að stíga á svið þegar seinni leggur undanúr­slita Eurovisi­on fer fram 11. maí en tíu lög komast áfram um kvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup