Æfingar eru hafnar fyrir Eurovision-söngvakeppnina. Loreen, fulltrúi Svíþjóðar í ár, var á meðal þeirra sem stigu á sviðið í Liverpool í dag og negldi hún fyrstu æfingu á sviði.
Loreen er ekki nýgræðingur þegar kemur að Eurovision-söngvakeppninni enda var hún fulltrúi Svíþjóðar árið 2011 og vann með laginu Euphoria sem síðan hefur orðið að vinsælasta lagi keppninnar.
Nú flytur hún lagið Tattoo. Hér fyrir neðan má sjá brot af fyrstu æfingu Loreen, en hún stígur á svið þriðjudaginn 9. maí á fyrra undankvöldi keppninnar.
@eurovision Loreen ✅ Lightbox ✅ Liverpool ✅ #Eurovision2023 #Eurovision @Loreen ♬ original sound - Eurovision