Loreen negldi fyrstu æfingu

Fyrstu æfingar fóru fram í M&S Bank höllinni í Liverpool …
Fyrstu æfingar fóru fram í M&S Bank höllinni í Liverpool í dag. AFP/Christine Olsson

Æfingar eru hafnar fyrir Eurovision-söngvakeppnina. Loreen, fulltrúi Svíþjóðar í ár, var á meðal þeirra sem stigu á sviðið í Liverpool í dag og negldi hún fyrstu æfingu á sviði. 

Loreen er ekki nýgræðingur þegar kemur að Eurovision-söngvakeppninni enda var hún fulltrúi Svíþjóðar árið 2011 og vann með laginu Euphoria sem síðan hefur orðið að vinsælasta lagi keppninnar.

Nú flytur hún lagið Tattoo. Hér fyrir neðan má sjá brot af fyrstu æfingu Loreen, en hún stígur á svið þriðjudaginn 9. maí á fyrra undankvöldi keppninnar.

@eurovision Loreen ✅ Lightbox ✅ Liverpool ✅ #Eurovision2023 #Eurovision @Loreen ♬ original sound - Eurovision
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup