Ferðalag Eurovision-keppandans Diljár Pétursdóttir til Liverpool hófst í nótt.
Rúv greinir frá því að hópurinn lagði af stað frá Efstaleiti laust fyrir klukkan fjögur.
Eldgleypar sýndu listir sínar og Lúðrasveit Þorlákshafnar spilaði við brottför Eurovision-hópsins.
Æfingar í Liverpool Arena hefjast síðan strax í fyrramálið en Diljá stígur sjöunda á svið með lagið Power seinna undanúrslitakvöldið, fimmtudaginn 11. maí.