Stjörnukokkurinn Jock Zonfrillo látinn

Jock Zonfrillo er látinn 46 ára að aldri.
Jock Zonfrillo er látinn 46 ára að aldri. Ljósmynd/Wikipedia.org

Stjörnukokkurinn Jock Zonfrillo er látinn 46 ára að aldri. Hann er  þekktastur fyrir að vera dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna. 

Sjónvarpstöðin Network 10, sem sýnir MasterChef þáttinn, greindi frá andlátinu, en í dag átti nýjasta serían að fara í loftið. Seríunni hefur nú verið frestað.

Zonfrillo lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Í yfirlýsingu sagðist fjölskyldan vera „eyðilögð“.

Zonfrillo fæddist í Glasgow í Skotlandi árið 1976 og byrjaði að starfa í eldhúsum veitingastaða tólf ára gamall. Zonfrillo hefur verið opinskár um eiturlyfjafíkn sína, sem hófst er hann var unglingur, og leiddi meðal annars til þess að hann varð heimilislaus. 

Lögreglan fann hann látinn á heimili í Melbourne en ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. 

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey er á meðal þeirra sem hafa minnst Zonfrillo. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.